Gregg Ryder: Markmið að koma Þrótti í Evrópukeppni á næstu árum
Fotbolti.net - A podcast by Fotbolti.net

Categories:
„Ég er sannfærður um að við munum gera vel, þvert gegn því sem veðbankar segja," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, í mjög skemmtilegu viðtali við Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn. Þróttarar komust upp í Pepsi-deildina í fyrra en úrslitin á undirbúningstímabilinu hafa verið allt annað en góð. Gregg er þó bjartsýnn fyrir sumarið og bendir á að liðið hafi heldur ekki náð góðum úrslitum á undirbúningsmótunum fyrir ári síðan.