Morðhórur, Í eilífi foss og Útreiðartúrinn/rýni

Víðsjá - A podcast by RÚV

Podcast artwork

Categories:

Ófeigur Sigurðarson lítur við í hljóðstofu, en hann þýddi nýverið smásagnasafn chileska rithöfundarins Roberto Bolaño, Putas asesinas, eða morðhórur í íslenskri þýðingu Ófeigs. Smásögurnar í safninu eru álitnar með því besta sem höfundurinn gaf frá sér og í því koma öll hans helstu einkenni og efnistök; kynferðismál, ofbeldi, ljóðlist, glötuð æska og umkomuleysi í framandi heimi. Ó eilífi foss sem rambar á fossvegum guðs er yfirskrift nýútkominnar hljómplötu og tónverks eftir Kolbein Bjarnason. Yfirskriftin er fengin úr ljóði Steinunnar Sigurðardóttur, og raunar er tónverkið allt byggt á skáldskap hennar, því Kolbeinn settist niður með 10 ljóðabækur Steinunnar sem komu út á fimmtíu ára tímabili og ákvað að velja úr þeim jafnmörg ljóð til tónsetningar. Hann segir frá ferlinu í síðari hluta þáttar, en um miðbik þáttar rýnir Gréta Sigríður Einarsdóttir í Útreiðartúrinn, eftir Rögnu Sigurðardóttur.